Afgreiðsla á fermingarvörum er komin í 2-3 vikur. Við biðjum ykkur að panta tímanlega

Hæ, hello, labas!

Hér er ég Vaiva Straukaité, grafískur hönnuður og eigandi Studio Vast.

Markmiðið mitt er að skapa fallegar og vandaðar vörur fyrir öll ykkar tilefni. Ég blanda grafískri hönnun, pappír, penna og allt sem tengist handgerðri sköpun. Fjölda framleitt eða stafrænt er ekki alltaf besta lausnin. Að velja handgert er einstakt í nútíma heimi. Ég hvet ykkur til þess að vera smá gamaldags og velja litlu fyrirtækin eins og Studio Vast. Það skapar nýja möguleika og verður eftirminnilegt.

Það skiptir mig miklu máli að tengast ykkur, hlusta og finna lausnir hvort sem það er gjöf eða stærra verkefni. 

Gafísk hönnun og listritun

Ég hef góða reynslu af ýmsum hönnunarverkefnum, búin að vera vinna fjölda verkefna fyrir einstaklinga og fyrirtæki á auglýsingarstofu og sjálfstætt. Ég útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2013 og hefur unnið sem grafískur hönnuður síðan. Ég fagna hverju verkefni sem kemur á mitt borð hvort sem er að hanna logo, auglýsingar, kynningaefni, merkingar eða skrautrita texta í gestabók. Ég elska áskorarnir og þrífst best þegar nóg er um að vera!

Ég hvet ykkur til að fylgjast með mér á Instagram á @vast.is. Þar hægt að sjá meira um mína sköpun og mína ástríðu á "Lettering".
 
Velkomin að heyra í mér, sköpum það sem virkar fyrir þig eða þitt fyrirtæki!

Kíktu í vefverslun!

Jólavörur
Section